3.jpg
Árdalur.is
Nýjir ábúendur Árdals

Nú um áramótin er Árdalur kominn í rekstur á ný undir nýrri kt og nýjum rekstraraðilum. Salbjörg dóttir Matta og Ólöfu er tekin við búinu og er flutt í Árdal ásamt unnusta sínum Jónasi Þór.

Við búum nú með 102 ær, 3 hrúta og 6 hross. Jónas vinnur sem smiður hjá Trésmiðjunni Val á Húsavík og ég (Salbjörg) er tekin við búrekstrinum og stefni á að vera með hefðbundinn fjárbúskap vonandi u.þ.b. 200 ær á vetrarfóðrum. Núna frá áramótum mun ég starfa sem tamningamaður þar sem ég tek að mér hross í tamningu frá áramótum fram að sauðburði og jafnvel eitthvað í sumar líka. Ég er hestafræðingur að mennt með sameiginlega BS-gráðu í hestafræðum frá Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólans á Hólum og hef starfað sem tamningamaður á Hofi á Höfðaströnd í Skagafirði í 2 ár (2013 og 2014). Verið er að vinna í hesthúsinu á bænum núna þessar firstu vikur á árinu sem mun rúma um 6 hross þennan veturinn en aðstaðan og plássið verður vonandi meira og betra næsta vetur. Um leið og hesthúsið verður klárt koma 2 aðkomuhross í tamningu og gangsetningu og einnig mun ég vera með minn eigin keppnishest á húsi.

Næsta haust munum við svo stefna á að selja lambakjötið beint til neytandans í heilum og hálfum skrokkum, sagað og unnið eftir óskum neytandans.

Auk þessa verðum við einnig með ferðaþjónustuna og skógræktina. Efri hæð íbúðarhússins verður notuð fyrir gesti, þar eru 3 tveggja manna herbergi og verður einungis boðið uppá uppábúin rúm með morgunmat og kvöldmat ef þess er óskað. 

Með von um góð viðbrögð og viðskipti

Salbjörg og Jónas

alt

 
3.jpg

Hér erum við!

Hér erum við!